Færsluflokkur: Dægurmál
3.3.2010 | 21:31
Stofnfundur fyrsta Víkingafélags Akureyrar 6. mars n.k.
Stofnfundur fyrsta Víkingafélags Akureyrar verður að Kaffi Amor laugardaginn 6. mars n.k. kl. 14:00. Allir sem áhuga hafa á menningu víkinga og sögu þeirra eru velkomnir.
Stofnfundur þessi markar tímamót í sögu félagsskapar á Akureyri og er von aðstandenda að allir sem áhuga hafa á að gerast félagar í fyrsta Víkingafélagi Akureyrar mæti og taki þátt í starfi því er bíður þeirra sem áhuga hafa.
Kosið verður í stjórn félagsins, auk þess sem viðraðar verða þær hugmyndir að nafni fyrir félagið.
Þeir sem standa að stofnun félagsins eru m.a. Sigurður Guðmundsson verslunarmaður á Akureyri sem jafnframt er einn aðalhvatamaður þess að félagið verði stofnað. Einnig er Víkingafélagið Einherjar í Reykjavík sem veita liðsinni með stofnun félagsins en heimamenn koma til með að stýra félaginu á sjálfstæðan hátt og því fyrsta á Akureyri.