Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Skemmtun í Miðnætur Sólinni VII
Skemmtun í Miðnætur Sólinni VII Þann 21. Júlí næst komandi mun Áhugamannafélagið Klakavirki halda hátíð í tilefni þess að Miðnætur Sólinn stendur sem hæst. Mun sú hátíð vera haldin í Bláfjöllum í Skíðaskála Breiðabliks. Þema matarins verður Game of Thrones. Þetta verður þrisvar sinnum þriggja rétta máltíð og mun hún kosta 5000kr á mann. 2500 fyrir börn 5 - 16 ára. Skálinn opnar klukkan 18:00 og borðhald byrjar klukkan 19:00. Eru menn hvattir til að mæta í víkinga og/eða miðalda klæðnaði til borðhalds. Áfengi verður ekki borið á borð en fólki er frjálst að koma með sitt eigið. Hægt er að bjóða fólki upp á svefnpoka pláss. Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda póst á netfangið klakavirki@klakavirki.net Skráningar og borgun fyrir þátttakendur á hátíðina skulu berast fyrir 10. Júlí. Greiðsla skal leggjast inn á reikning félagsins. Reiknisnúmer: 162-26-8130 Kennitala: 440609-2280 Og staðfesting greiðslu send á klakavirki@klakavirki.net Verið velkomin Félagar Klakavirkis
Arnfríður Ingvarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 22. júní 2012