Víkingafélag Akureyrar hefur verið stofnað!

sigur_ur_gu_mundsson.jpgStofnfundur Víkingafélags Akureyrar var haldinn á Café Amor þann 6. mars s.l. Mættir voru 20 einstaklingar sem vildu jafnframt gerast stofnfélagar.

Kosið var í stjórn félagsins og var Sigurður Guðmundsson kosinn formaður og Jarl félagsins með lófaklappi. Varaformaður félagsins var kosinn Logi Óttarsson, ritari er Ragnar Björnsson, gjaldkeri er Jóhann Malmquist, og meðstjórnandi Kári Þór Sigríðarson.

Einnig voru viðraðar hugmyndir að nafni félagsins. Margar hugmyndir að nafni voru settar fram og var því ákveðið að félagsmenn myndu hugsa sig vel um þar til á næsta fundi og þá yrði kosið um nafn félagsins. Það var samdóma álit allta að hafa þann háttinn á.helgi_magri_968365.jpg

Félagar úr Víkingafélaginu Einherjar í Reykjavík veittu þessu nýja félagi aðstoð sína t.d. með að semja lög og reglur félagsins, skráningu þess til yfirvalda, reglur vegna vopnakaupa, og fleira. Var vel tekið í þessa aðstoð og þökkuðu heimamenn vel fyrir þá hjálp sem veitt var og verður veitt í framtíðinni, enda er hér merkilegur atburður að eiga sér stað-Víkingafélag hefur verið stofnað á Akureyri!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband